Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. júlí 2016 21:53 Börn með höfuðsmæð fæðast með minni heila en önnur börn og geta aldrei náð fullum þroska á ævinni. Vísir/Getty Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu. Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu.
Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45
Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13
Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30
WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15