KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 13:00 Skúli Jón Friðgeirsson og Stefán Logi Magnússon verjast Alex Frey Hilmarssyni í leik gærkvöldsins. vísir/hanna Eftir að tapa ekki í fyrstu tíu heimsóknum sínum á Víkingsvöllinn í Fossvogi allt frá 1988 þurfti KR að lúta í gras í gærkvöldi í lokaleik tólftu umferðar Pepsi-deildar karla gegn Víkingum, 1-0. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir Víkinga sem annars lágu í vörn nær allan leikinn og horfðu upp á KR-inga klúðra hverju færinu á fætur öðru. Víkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð og lyftu sér upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með 18 stig eftir tólf leiki. KR er aftur á móti í tíunda sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með þrettán stig eftir tólf umferðir en liðið hefur aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild. Versti árangur KR á þessum tímapunkti í tólf liða deild var sumarið 2010 þegar liðið var með 16 stig og markatöluna 21-19. Þá var KR-liðið allavega að skora en nú er það aðeins búið að setja tólf mörk í tólf leikjum en fá á sig þrettán. KR rétti úr kútnum þetta sumarið og hafnaði á endanum í fjórða sæti með 32 stig. Ári áður en tólf liða deildin var tekin upp var KR aftur á móti í enn meiri vandræðum en liðið var þá aðeins með sjö stig eftir tólf umferðir sumarið 2007. Þá var liðið ekki búið að skora nema níu mörk en fá á sig 21. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari liðsins eftir ellefu umferðir og Logi Ólafsson bjargaði liðinu frá falli. Það endaði með 16 stig en aðeins eitt lið féll þetta sumarið og það var Víkingur. KR mætir næst botnliði Þróttar eftir Verslunarmannahelgi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Eftir að tapa ekki í fyrstu tíu heimsóknum sínum á Víkingsvöllinn í Fossvogi allt frá 1988 þurfti KR að lúta í gras í gærkvöldi í lokaleik tólftu umferðar Pepsi-deildar karla gegn Víkingum, 1-0. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir Víkinga sem annars lágu í vörn nær allan leikinn og horfðu upp á KR-inga klúðra hverju færinu á fætur öðru. Víkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð og lyftu sér upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með 18 stig eftir tólf leiki. KR er aftur á móti í tíunda sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með þrettán stig eftir tólf umferðir en liðið hefur aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild. Versti árangur KR á þessum tímapunkti í tólf liða deild var sumarið 2010 þegar liðið var með 16 stig og markatöluna 21-19. Þá var KR-liðið allavega að skora en nú er það aðeins búið að setja tólf mörk í tólf leikjum en fá á sig þrettán. KR rétti úr kútnum þetta sumarið og hafnaði á endanum í fjórða sæti með 32 stig. Ári áður en tólf liða deildin var tekin upp var KR aftur á móti í enn meiri vandræðum en liðið var þá aðeins með sjö stig eftir tólf umferðir sumarið 2007. Þá var liðið ekki búið að skora nema níu mörk en fá á sig 21. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari liðsins eftir ellefu umferðir og Logi Ólafsson bjargaði liðinu frá falli. Það endaði með 16 stig en aðeins eitt lið féll þetta sumarið og það var Víkingur. KR mætir næst botnliði Þróttar eftir Verslunarmannahelgi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00
Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43
Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00