Hraustasta kona heims vann líka strákana á heimsleikunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Samsett Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54
Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30
Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36