Tengdamömmu Ecclestone rænt í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 14:44 Bernie Ecclestone og eiginkona hans, Fabiana Flosi. Parecid Schunck, tengdamóðir Bernie Ecclestone eigandi Formúlu 1 keppnisraðarinnar, var rænt í Sao Paulo í Brasilíu síðastliðinn föstudag og ræningjar hennar heimta lausnargjald uppá 4,5 milljarða króna. Það er hæst lausnargjald sem farið hefur verið framá í Brasilíu. Parecid Schunck er móðir Fabiana Flosi semer 38 ára og giftist Bernie Ecclestone árið 2012 eftir að þau höfðu hist í Brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum þremur árum fyrr. Ecclestone skildi við fyrrum eiginkonu sína til 25 ára til þess að giftast Fabiana Flosi. Bernie Ecclestone er talinn eiga 380 milljarða króna, en hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að mannránum, en haft var í hótunum við hann árið 2012 af mannræningja sem huggðist ræna dóttur hans ef hann greiddi honum ekki 34 milljónir króna. Mannræninginn, Martin Peckham var fangelsaður fyrir athæfið og var dæmdur til 5 ára fangelsisvistar og er því líklega að sleppa út um þessar mundir. Mannræningjarnir nú vilja að Ecclestone greiði honum í breskum pundum í fjórum pokum. Þetta mannrán kemur aðeins nokkrum dögum fyrir setningu Ólympíuleikanna í Ríó og verður ekki til þess að auka öryggiskennd gesta og keppenda á mótinu. Mannrán eru algeng í Brasilíu en hafa verið fátíðari á síðustu árum. Árið 2002 var framkvæmt mannrán með 27 klukkustunda millibili í Sao Paulo en lögreglan í Brasilíu hefur sérstaka deild innan sinna raða sem hefur með mannrán að gera og hefur náð miklu árangri í að uppræta þau á undanförnum árum. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Parecid Schunck, tengdamóðir Bernie Ecclestone eigandi Formúlu 1 keppnisraðarinnar, var rænt í Sao Paulo í Brasilíu síðastliðinn föstudag og ræningjar hennar heimta lausnargjald uppá 4,5 milljarða króna. Það er hæst lausnargjald sem farið hefur verið framá í Brasilíu. Parecid Schunck er móðir Fabiana Flosi semer 38 ára og giftist Bernie Ecclestone árið 2012 eftir að þau höfðu hist í Brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum þremur árum fyrr. Ecclestone skildi við fyrrum eiginkonu sína til 25 ára til þess að giftast Fabiana Flosi. Bernie Ecclestone er talinn eiga 380 milljarða króna, en hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að mannránum, en haft var í hótunum við hann árið 2012 af mannræningja sem huggðist ræna dóttur hans ef hann greiddi honum ekki 34 milljónir króna. Mannræninginn, Martin Peckham var fangelsaður fyrir athæfið og var dæmdur til 5 ára fangelsisvistar og er því líklega að sleppa út um þessar mundir. Mannræningjarnir nú vilja að Ecclestone greiði honum í breskum pundum í fjórum pokum. Þetta mannrán kemur aðeins nokkrum dögum fyrir setningu Ólympíuleikanna í Ríó og verður ekki til þess að auka öryggiskennd gesta og keppenda á mótinu. Mannrán eru algeng í Brasilíu en hafa verið fátíðari á síðustu árum. Árið 2002 var framkvæmt mannrán með 27 klukkustunda millibili í Sao Paulo en lögreglan í Brasilíu hefur sérstaka deild innan sinna raða sem hefur með mannrán að gera og hefur náð miklu árangri í að uppræta þau á undanförnum árum.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent