Bjarni: Þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júlí 2016 20:48 Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Anton Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV var vitaskuld ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á FH. „Þetta er frábært, alveg meiriháttur. Stuðningurinn hér, sólin og Dalurinn þetta hjálpast allt að. Það var frábær stemmning og sérstaklega í liðinu í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni sigurreifur í samtali við Vísi að leik loknum. ÍBV þurfti að gera breytingu á sínu liði strax eftir rúmar tíu mínútur þegar varnarmaðurinn og fyrirliðinn Avni Pepa meiddist. „Það gekk ótrúlega vel og kom mjög á óvart hvað við vorum vel spilandi til baka. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfeik með ákveðna hluti og fáum svo markið sem hleypir þessu í svolítið annan leik. Svo var frábær dugnaður og áræðni í seinni hálfleik sem skóp það að við héldum þessu marki,“ bætti Bjarni við. Nú er Þjóðhátíð framundan og ekki annað hægt að segja en að hún hafi byrjað fyrir Eyjamenn á Hásteinsvelli í kvöld. „Það verður aðeins að leyfa sér smá og leyfa drengjunum aðeins að fíla þetta. En þeir vita alveg hvað er í vændum á næstu dögum. Það þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum, menn verða að vera glaðir þar.“ Úrslitaleikur ÍBV og Vals fer fram á Laugardalsvelli þann 13.ágúst. Bjarni sagði liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin. „Hann leggst vel í mig. Þetta er búin að vera svakaleg leið í þennan úrslitaleik. Við erum búnir að slá út Stjörnuna og Breiðablik á útivelli og fengum sannarlega að hafa fyrir því í fyrsta leik gegn Hugin hér á heimavelli. Þetta er leið í erfiðari kantinum en þú verður stundum að fara þessa leið,“ sagði Bjarni Jóhannsson að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV var vitaskuld ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á FH. „Þetta er frábært, alveg meiriháttur. Stuðningurinn hér, sólin og Dalurinn þetta hjálpast allt að. Það var frábær stemmning og sérstaklega í liðinu í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni sigurreifur í samtali við Vísi að leik loknum. ÍBV þurfti að gera breytingu á sínu liði strax eftir rúmar tíu mínútur þegar varnarmaðurinn og fyrirliðinn Avni Pepa meiddist. „Það gekk ótrúlega vel og kom mjög á óvart hvað við vorum vel spilandi til baka. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfeik með ákveðna hluti og fáum svo markið sem hleypir þessu í svolítið annan leik. Svo var frábær dugnaður og áræðni í seinni hálfleik sem skóp það að við héldum þessu marki,“ bætti Bjarni við. Nú er Þjóðhátíð framundan og ekki annað hægt að segja en að hún hafi byrjað fyrir Eyjamenn á Hásteinsvelli í kvöld. „Það verður aðeins að leyfa sér smá og leyfa drengjunum aðeins að fíla þetta. En þeir vita alveg hvað er í vændum á næstu dögum. Það þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum, menn verða að vera glaðir þar.“ Úrslitaleikur ÍBV og Vals fer fram á Laugardalsvelli þann 13.ágúst. Bjarni sagði liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin. „Hann leggst vel í mig. Þetta er búin að vera svakaleg leið í þennan úrslitaleik. Við erum búnir að slá út Stjörnuna og Breiðablik á útivelli og fengum sannarlega að hafa fyrir því í fyrsta leik gegn Hugin hér á heimavelli. Þetta er leið í erfiðari kantinum en þú verður stundum að fara þessa leið,“ sagði Bjarni Jóhannsson að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira