Haukadalsá og Laxá að gera gott í Dölunum Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2016 13:47 Það er ekki alls staðar tökuleysi á vesturlandi og veiðin í Haukadalsá og Laxá í Dölum sýnir það ágætlega. Heildarveiðin í Haukadalsá var komin í 534 laxa á miðvikudaginn á aðeins 5 stangir sem er um helmingurinn af heildarveiðinni í Norðurá svona í samanburði en þar er veitt á 15 stangir svo það sést vel að Haukadalsá er að skila fínni veiði. Þeir veiðimenn sem koma úr ánni segja hana fulla af laxi og það sem meira er að takan sé góð. Sama má segja um Laxá í Dölum en hún var komin í 451 lax á fjórar stangir og þar segja veiðimenn líka að góður gangur hafi verið í göngum í ánna og að taka sé virkilega góð. Það fer þó að vanta vatn í árnar á vesturlandi og þá sérstaklega er ástandið orðið erfitt í ánum í Borgarfirði en samkvæmt langtímaspánni er spáð nokkurri rigningu strax eftir helgi og það á líklega eftir að hleypa nokkru lífi í laxveiðina. Það er nefnilega ekki laxleysi sem gerir þetta erfitt heldur vatnsstaðan og það er oft þannig að þegar það kemur almennileg rigning sem hækkar vatnið í ánum hressilega veiðist oft afskaplega vel í kjölfarið. Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði
Það er ekki alls staðar tökuleysi á vesturlandi og veiðin í Haukadalsá og Laxá í Dölum sýnir það ágætlega. Heildarveiðin í Haukadalsá var komin í 534 laxa á miðvikudaginn á aðeins 5 stangir sem er um helmingurinn af heildarveiðinni í Norðurá svona í samanburði en þar er veitt á 15 stangir svo það sést vel að Haukadalsá er að skila fínni veiði. Þeir veiðimenn sem koma úr ánni segja hana fulla af laxi og það sem meira er að takan sé góð. Sama má segja um Laxá í Dölum en hún var komin í 451 lax á fjórar stangir og þar segja veiðimenn líka að góður gangur hafi verið í göngum í ánna og að taka sé virkilega góð. Það fer þó að vanta vatn í árnar á vesturlandi og þá sérstaklega er ástandið orðið erfitt í ánum í Borgarfirði en samkvæmt langtímaspánni er spáð nokkurri rigningu strax eftir helgi og það á líklega eftir að hleypa nokkru lífi í laxveiðina. Það er nefnilega ekki laxleysi sem gerir þetta erfitt heldur vatnsstaðan og það er oft þannig að þegar það kemur almennileg rigning sem hækkar vatnið í ánum hressilega veiðist oft afskaplega vel í kjölfarið.
Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði