Þetta fólk Magnús Guðmundsson skrifar 11. júlí 2016 07:00 Það dylst engri heilvita manneskju hversu skelfilegar afleiðingar kynþáttahyggja hefur á daglegt líf fjölda fólks á hverjum degi. Sú hugmynd að kynþætti fylgi ákveðnar eigindir hefur leitt af sér fordóma og hatur í gegnum aldirnar með hörmulegum afleiðingum. Hugmyndir byggðar á kynþáttahyggju hafa lengi grasserað á meðal Íslendinga og hér, eins og víða um veröld, eru afleiðingarnar ömurlegar. Einstaklingar, börn sem fullorðnir, fjölskyldur og samfélagshópar sæta aðkasti og fordómum byggðum á litarafti þeirra, upprunalegu þjóðerni, trúarbrögðum eða öðru því sem samfélagið notar meðvitað eða ómeðvitað til þess að draga fólk í dilka. Blessunarlega eru ekki margir yfirlýstir rasistar eða kynþáttahatarar á Íslandi en þeir eru því miður til staðar. En engu að síður virðast smásálarlegar hugmyndir kynþáttahyggjunnar hafa komið sér þægilega fyrir hjá þjóðinni. Dálítið eins og hver önnur óværa sem á það til að gjósa upp fyrirvaralaust og brjótast fram í ólíklegasta fólki, skoðunum þess og orðræðu með alhæfingum og fordómum sem engum er sómi að en marga særir og skaðar. Ein algengasta birtingamynd rasisma í íslensku samfélagi eru einfaldlega orðin „þetta fólk“. Með þeim er oftar en ekki vísað með neikvæðum hætti til ákveðins hóps sem deilir t.d. litarafti, uppruna eða trúarbrögðum. Í framhaldinu fylgir oft fullyrðing byggð á fáfræði um hvaða eigindir og hegðun séu einkennandi og allt er það neikvætt og skaðlegt í huga viðkomandi. Oftar en ekki fylgir fullyrðing um það sem ætti að vera betra fyrir „þetta fólk“ eins og t.d. að það eigi frekar að „vera heima hjá sér“ jafnvel þó svo það eigi heima á Íslandi eða að það „verði að aðlagast“ eða með öðrum orðum að það eigi að reyna að vera eins og viðkomandi. Með þessum, að því er virðist, sakleysislegu fullyrðingum um „þetta fólk“ erum við í raun að næra fordómana og hatrið. Næra rasisma og auka á þjáningar þeirra sem eru dregin í dilka, dæmd án dómstóls og refsað í daglegu lífi. En ef við viljum í raun og veru skapa hér mannvænt og gott samfélag, sem er væntanlega draumur okkar flestra, þá þurfum við að láta af þeim ósóma að næra rasískar hugmundir. Nú er sá tími löngu runninn upp að við tökum höndum saman um að útrýma rasisma úr íslensku samfélagi. Fyrsta skrefið getur verið að hvert og eitt okkar sé meðvitað um orð okkar og æði í daglegu lífi og í hvert sinn sem þessi orð „þetta fólk“ ætla að skreppa af tungunni eða bregða sér á lyklaborðið, þá skulum við staldra við. Staldra við og leggja það á okkur að kynna okkur almennilega hvaða fólk þetta er sem við erum að draga í dilk. Við skulum lesa um þau, brosa til þeirra á götu, heilsa þeim, kynnast þeim og kannski bjóða þeim í fisk á þriðjudagskvöldi. Þá munum við auðvitað komast að því að „þetta fólk“ er eins og annað fólk. Það á sér drauma, vonir og þrár. Það elskar börnin sín, er heiðarlegt og vill lifa í sátt og samlyndi í góðu mannvænu samfélagi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Það dylst engri heilvita manneskju hversu skelfilegar afleiðingar kynþáttahyggja hefur á daglegt líf fjölda fólks á hverjum degi. Sú hugmynd að kynþætti fylgi ákveðnar eigindir hefur leitt af sér fordóma og hatur í gegnum aldirnar með hörmulegum afleiðingum. Hugmyndir byggðar á kynþáttahyggju hafa lengi grasserað á meðal Íslendinga og hér, eins og víða um veröld, eru afleiðingarnar ömurlegar. Einstaklingar, börn sem fullorðnir, fjölskyldur og samfélagshópar sæta aðkasti og fordómum byggðum á litarafti þeirra, upprunalegu þjóðerni, trúarbrögðum eða öðru því sem samfélagið notar meðvitað eða ómeðvitað til þess að draga fólk í dilka. Blessunarlega eru ekki margir yfirlýstir rasistar eða kynþáttahatarar á Íslandi en þeir eru því miður til staðar. En engu að síður virðast smásálarlegar hugmyndir kynþáttahyggjunnar hafa komið sér þægilega fyrir hjá þjóðinni. Dálítið eins og hver önnur óværa sem á það til að gjósa upp fyrirvaralaust og brjótast fram í ólíklegasta fólki, skoðunum þess og orðræðu með alhæfingum og fordómum sem engum er sómi að en marga særir og skaðar. Ein algengasta birtingamynd rasisma í íslensku samfélagi eru einfaldlega orðin „þetta fólk“. Með þeim er oftar en ekki vísað með neikvæðum hætti til ákveðins hóps sem deilir t.d. litarafti, uppruna eða trúarbrögðum. Í framhaldinu fylgir oft fullyrðing byggð á fáfræði um hvaða eigindir og hegðun séu einkennandi og allt er það neikvætt og skaðlegt í huga viðkomandi. Oftar en ekki fylgir fullyrðing um það sem ætti að vera betra fyrir „þetta fólk“ eins og t.d. að það eigi frekar að „vera heima hjá sér“ jafnvel þó svo það eigi heima á Íslandi eða að það „verði að aðlagast“ eða með öðrum orðum að það eigi að reyna að vera eins og viðkomandi. Með þessum, að því er virðist, sakleysislegu fullyrðingum um „þetta fólk“ erum við í raun að næra fordómana og hatrið. Næra rasisma og auka á þjáningar þeirra sem eru dregin í dilka, dæmd án dómstóls og refsað í daglegu lífi. En ef við viljum í raun og veru skapa hér mannvænt og gott samfélag, sem er væntanlega draumur okkar flestra, þá þurfum við að láta af þeim ósóma að næra rasískar hugmundir. Nú er sá tími löngu runninn upp að við tökum höndum saman um að útrýma rasisma úr íslensku samfélagi. Fyrsta skrefið getur verið að hvert og eitt okkar sé meðvitað um orð okkar og æði í daglegu lífi og í hvert sinn sem þessi orð „þetta fólk“ ætla að skreppa af tungunni eða bregða sér á lyklaborðið, þá skulum við staldra við. Staldra við og leggja það á okkur að kynna okkur almennilega hvaða fólk þetta er sem við erum að draga í dilk. Við skulum lesa um þau, brosa til þeirra á götu, heilsa þeim, kynnast þeim og kannski bjóða þeim í fisk á þriðjudagskvöldi. Þá munum við auðvitað komast að því að „þetta fólk“ er eins og annað fólk. Það á sér drauma, vonir og þrár. Það elskar börnin sín, er heiðarlegt og vill lifa í sátt og samlyndi í góðu mannvænu samfélagi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júlí.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun