Óvænt úrslit á UFC 200 Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. júlí 2016 11:30 Amanda Nunes gráti næst eftir sigurinn. Vísir/Getty UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45
Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00