Hefur talsett teiknimyndir frá unga aldri Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. júlí 2016 09:30 Sturla Atlas er ekki við eina fjölina felldur í listagrúski sínu en hann er ný útskrifaður úr leiklist og talsetur kvikmyndir meðfram tónlistinni. Fréttablaðið/Eyþór Á morgun verður frumsýnd nýjasta myndin í Ice Age- seríunni – Ice Age: Collision Course. Margir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar ljá rödd sína í íslensku talsetningu myndarinnar, þar á meðal Felix Bergsson og Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Sturla er nýlega útskrifaður úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands en hefur líka verið að gefa út tónlist undir Sturla Atlas nafninu og gaf nú nýlega út plötuna Season 2. „Það er alltaf gaman, ég fíla að döbba. Mér finnst það mjög skemmtilegt – það er skemmtileg vinna. Ég er búinn að döbba frekar mikið – ætli ég hafi ekki gert það fyrst þegar ég var 6 ára. Ég hef döbbað frekar margar myndir, aðallega Disney- myndir,“ segir Sigurbjartur aðspurður að því hvernig honum líki talsetningarstarfið og hvort það sé eitthvað sem hann hafi gert áður. „Hann heitir Julian. Hann er svona fíll, mammúti. Það eru þrjú stig þarna – rauður, gulur, grænn – rauður er mest, gulur milli og grænn minnst, þannig að þetta er mjög næs supporting role,“ svarar Sturla því hvaða hlutverk hann talar fyrir í myndinni og hvort að um stóra rullu sé að ræða. Adam Devine talsetur fyrir Julian í amerísku útgáfunni en hann er þekktastur fyrir að vera einn af mönnunum bakvið grínþættina Workaholics – en það eru nokkuð vinsælir þættir sem áttu upphaf sitt á YouTube en hafa síðan slegið í gegn á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Einnig hefur Adam Devine leikið í költ-myndunum Pitch Perfect ásamt því að hafa komið fram í ótal sjónvarpsþáttum. Hans stjarna virðist vera að rísa í grínheiminum í dag. Annars er það einvala lið Hollywood- stjarna sem koma að Ice Age: Collision Course, en þar má nefna Simon Pegg, Jennifer Lopez, Ray Romano og Nick Offerman. „Við erum bara eitthvað að spila hér og þar, verðum að spila í Eyjum um Verslunarmannahelgina. Síðan er verið að þreifa fyrir allskonar öðru þá helgina. Annars er ég bara að fara í frí til L.A. Í leiklistinni er það leyniverkefni sem ég og Jóhann erum með, ég má ekki segja frá því. Þetta er risa stórt leynilegt verkefni sem við erum að fara að gera. Þetta er stórt dæmi og mun örugglega vekja upp sterk viðbrögð,“ segir Sturla Atlas um hvað sé framundan hjá honum í tón- og leiklistinni og greinilega nóg að gera hjá honum og strákunum í 101 boys. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Á morgun verður frumsýnd nýjasta myndin í Ice Age- seríunni – Ice Age: Collision Course. Margir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar ljá rödd sína í íslensku talsetningu myndarinnar, þar á meðal Felix Bergsson og Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Sturla er nýlega útskrifaður úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands en hefur líka verið að gefa út tónlist undir Sturla Atlas nafninu og gaf nú nýlega út plötuna Season 2. „Það er alltaf gaman, ég fíla að döbba. Mér finnst það mjög skemmtilegt – það er skemmtileg vinna. Ég er búinn að döbba frekar mikið – ætli ég hafi ekki gert það fyrst þegar ég var 6 ára. Ég hef döbbað frekar margar myndir, aðallega Disney- myndir,“ segir Sigurbjartur aðspurður að því hvernig honum líki talsetningarstarfið og hvort það sé eitthvað sem hann hafi gert áður. „Hann heitir Julian. Hann er svona fíll, mammúti. Það eru þrjú stig þarna – rauður, gulur, grænn – rauður er mest, gulur milli og grænn minnst, þannig að þetta er mjög næs supporting role,“ svarar Sturla því hvaða hlutverk hann talar fyrir í myndinni og hvort að um stóra rullu sé að ræða. Adam Devine talsetur fyrir Julian í amerísku útgáfunni en hann er þekktastur fyrir að vera einn af mönnunum bakvið grínþættina Workaholics – en það eru nokkuð vinsælir þættir sem áttu upphaf sitt á YouTube en hafa síðan slegið í gegn á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Einnig hefur Adam Devine leikið í költ-myndunum Pitch Perfect ásamt því að hafa komið fram í ótal sjónvarpsþáttum. Hans stjarna virðist vera að rísa í grínheiminum í dag. Annars er það einvala lið Hollywood- stjarna sem koma að Ice Age: Collision Course, en þar má nefna Simon Pegg, Jennifer Lopez, Ray Romano og Nick Offerman. „Við erum bara eitthvað að spila hér og þar, verðum að spila í Eyjum um Verslunarmannahelgina. Síðan er verið að þreifa fyrir allskonar öðru þá helgina. Annars er ég bara að fara í frí til L.A. Í leiklistinni er það leyniverkefni sem ég og Jóhann erum með, ég má ekki segja frá því. Þetta er risa stórt leynilegt verkefni sem við erum að fara að gera. Þetta er stórt dæmi og mun örugglega vekja upp sterk viðbrögð,“ segir Sturla Atlas um hvað sé framundan hjá honum í tón- og leiklistinni og greinilega nóg að gera hjá honum og strákunum í 101 boys.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira