Hefur talsett teiknimyndir frá unga aldri Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. júlí 2016 09:30 Sturla Atlas er ekki við eina fjölina felldur í listagrúski sínu en hann er ný útskrifaður úr leiklist og talsetur kvikmyndir meðfram tónlistinni. Fréttablaðið/Eyþór Á morgun verður frumsýnd nýjasta myndin í Ice Age- seríunni – Ice Age: Collision Course. Margir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar ljá rödd sína í íslensku talsetningu myndarinnar, þar á meðal Felix Bergsson og Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Sturla er nýlega útskrifaður úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands en hefur líka verið að gefa út tónlist undir Sturla Atlas nafninu og gaf nú nýlega út plötuna Season 2. „Það er alltaf gaman, ég fíla að döbba. Mér finnst það mjög skemmtilegt – það er skemmtileg vinna. Ég er búinn að döbba frekar mikið – ætli ég hafi ekki gert það fyrst þegar ég var 6 ára. Ég hef döbbað frekar margar myndir, aðallega Disney- myndir,“ segir Sigurbjartur aðspurður að því hvernig honum líki talsetningarstarfið og hvort það sé eitthvað sem hann hafi gert áður. „Hann heitir Julian. Hann er svona fíll, mammúti. Það eru þrjú stig þarna – rauður, gulur, grænn – rauður er mest, gulur milli og grænn minnst, þannig að þetta er mjög næs supporting role,“ svarar Sturla því hvaða hlutverk hann talar fyrir í myndinni og hvort að um stóra rullu sé að ræða. Adam Devine talsetur fyrir Julian í amerísku útgáfunni en hann er þekktastur fyrir að vera einn af mönnunum bakvið grínþættina Workaholics – en það eru nokkuð vinsælir þættir sem áttu upphaf sitt á YouTube en hafa síðan slegið í gegn á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Einnig hefur Adam Devine leikið í költ-myndunum Pitch Perfect ásamt því að hafa komið fram í ótal sjónvarpsþáttum. Hans stjarna virðist vera að rísa í grínheiminum í dag. Annars er það einvala lið Hollywood- stjarna sem koma að Ice Age: Collision Course, en þar má nefna Simon Pegg, Jennifer Lopez, Ray Romano og Nick Offerman. „Við erum bara eitthvað að spila hér og þar, verðum að spila í Eyjum um Verslunarmannahelgina. Síðan er verið að þreifa fyrir allskonar öðru þá helgina. Annars er ég bara að fara í frí til L.A. Í leiklistinni er það leyniverkefni sem ég og Jóhann erum með, ég má ekki segja frá því. Þetta er risa stórt leynilegt verkefni sem við erum að fara að gera. Þetta er stórt dæmi og mun örugglega vekja upp sterk viðbrögð,“ segir Sturla Atlas um hvað sé framundan hjá honum í tón- og leiklistinni og greinilega nóg að gera hjá honum og strákunum í 101 boys. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Á morgun verður frumsýnd nýjasta myndin í Ice Age- seríunni – Ice Age: Collision Course. Margir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar ljá rödd sína í íslensku talsetningu myndarinnar, þar á meðal Felix Bergsson og Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Sturla er nýlega útskrifaður úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands en hefur líka verið að gefa út tónlist undir Sturla Atlas nafninu og gaf nú nýlega út plötuna Season 2. „Það er alltaf gaman, ég fíla að döbba. Mér finnst það mjög skemmtilegt – það er skemmtileg vinna. Ég er búinn að döbba frekar mikið – ætli ég hafi ekki gert það fyrst þegar ég var 6 ára. Ég hef döbbað frekar margar myndir, aðallega Disney- myndir,“ segir Sigurbjartur aðspurður að því hvernig honum líki talsetningarstarfið og hvort það sé eitthvað sem hann hafi gert áður. „Hann heitir Julian. Hann er svona fíll, mammúti. Það eru þrjú stig þarna – rauður, gulur, grænn – rauður er mest, gulur milli og grænn minnst, þannig að þetta er mjög næs supporting role,“ svarar Sturla því hvaða hlutverk hann talar fyrir í myndinni og hvort að um stóra rullu sé að ræða. Adam Devine talsetur fyrir Julian í amerísku útgáfunni en hann er þekktastur fyrir að vera einn af mönnunum bakvið grínþættina Workaholics – en það eru nokkuð vinsælir þættir sem áttu upphaf sitt á YouTube en hafa síðan slegið í gegn á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Einnig hefur Adam Devine leikið í költ-myndunum Pitch Perfect ásamt því að hafa komið fram í ótal sjónvarpsþáttum. Hans stjarna virðist vera að rísa í grínheiminum í dag. Annars er það einvala lið Hollywood- stjarna sem koma að Ice Age: Collision Course, en þar má nefna Simon Pegg, Jennifer Lopez, Ray Romano og Nick Offerman. „Við erum bara eitthvað að spila hér og þar, verðum að spila í Eyjum um Verslunarmannahelgina. Síðan er verið að þreifa fyrir allskonar öðru þá helgina. Annars er ég bara að fara í frí til L.A. Í leiklistinni er það leyniverkefni sem ég og Jóhann erum með, ég má ekki segja frá því. Þetta er risa stórt leynilegt verkefni sem við erum að fara að gera. Þetta er stórt dæmi og mun örugglega vekja upp sterk viðbrögð,“ segir Sturla Atlas um hvað sé framundan hjá honum í tón- og leiklistinni og greinilega nóg að gera hjá honum og strákunum í 101 boys.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira