Íslensk rúlletta Magnús Guðmundsson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Það er eitthvað alveg sérstakt við íslenska viðskiptahætti. Kannski er það þetta eitthvað sem heimurinn átti enn óséð að mati Ólafs Ragnars Grímssonar á sínum tíma? Það virðist að minnsta kosti snúast um að halda áfram með sín áform til þess að afla meiri tekna hvað sem tautar og raular. Að halda áfram og láta ekki einhverjar mögulegar og hundleiðinlegar afleiðingar vera að flækjast fyrir rekstrarhagsmunum í viðkomandi bissness og góðæri. Árangur áfram – ekkert stopp. Í síðasta góðæri var fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar lagt að veði og það fór eins og það fór. En stærsta breytan í endurheimt fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar hefur svo reynst vera ferðamennska sem byggir ekki síst á einstakri náttúrufegurð landsins sem við eigum öll saman. Lands sem við deilum og berum ábyrgð á gagnvart okkur sjálfum, umheiminum og komandi kynslóðum. Af þeim sökum skyldi maður ætla að þetta land væri metið að verðleikum og umgengni okkar væri í samræmi við hversu viðkvæmt og verndarþurfi það er. Það virðist þó ekki vera tilfellið, því miður. Eitt athyglisverðasta dæmið er áform um byggingu á stóru hóteli við bakka Mývatns sem einhvers konar viðbyggingu við hið gamalgróna Hótel Reykjahlíð. Ljóst er að viðbyggingin mun rísa innan þeirra 200 metra marka sem eru sett til verndunar vatnsins og því í raun illskiljanlegt að áformin skuli hafa náð þetta langt. Það er bannað að byggja innan þessara marka og því hefði málið aldrei átt að komast á dagskrá. Það er hins vegar gleðiefni að meirihluti íbúa í Skútustaðahreppi hafi nú með virkum hætti lagst gegn þessum áformum með undirskriftalista. Þar kemur fram að byggingin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, af henni muni hljótast spilling á útsýni til vatnsins og hún brjóti gegn þeirri reglu að hefja ekki atvinnurekstur vatnsmegin vegar. Þessi andstaða meirihluta íbúa í Skútustaðahreppi er ekki síst aðdáunarverð í ljósi þess að vissulega geta þessi áform haft áhrif á stöðu atvinnumála í hreppnum. En hér er horft til lengri tíma með hagsmuni náttúrunnar og komandi kynslóða að leiðarljósi. Það er erfitt að sjá annað en að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi sé langtum hraðari en við ráðum við. Hótelbyggingum og gistiheimilum fjölgar vissulega ört en óvíst er með afleiðingar þeirrar þenslu. Vegakerfið virðist illa ráða við þessa miklu fjölgun með meðfylgjandi slysahættu. Aðstaða og aðbúnaður ferðamanna á vinsælum heimsóknarsvæðum eru í bágu standi og þannig mætti áfram telja. Vandamálin virðast fleiri en lausnirnar. En lausnin má aldrei felast í að skerða hagsmuni náttúrunnar. Velferð hennar og verndun er stærsta hagsmunamál sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag og ef við ætlum enn og aftur að taka upp á þeim ósóma að beygja og sveigja lög og reglur eftir viðskiptahagsmunum stórra og mikilvægra atvinnurekenda þá er illa komið fyrir okkur. Illa komið fyrir íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Það er eitthvað alveg sérstakt við íslenska viðskiptahætti. Kannski er það þetta eitthvað sem heimurinn átti enn óséð að mati Ólafs Ragnars Grímssonar á sínum tíma? Það virðist að minnsta kosti snúast um að halda áfram með sín áform til þess að afla meiri tekna hvað sem tautar og raular. Að halda áfram og láta ekki einhverjar mögulegar og hundleiðinlegar afleiðingar vera að flækjast fyrir rekstrarhagsmunum í viðkomandi bissness og góðæri. Árangur áfram – ekkert stopp. Í síðasta góðæri var fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar lagt að veði og það fór eins og það fór. En stærsta breytan í endurheimt fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar hefur svo reynst vera ferðamennska sem byggir ekki síst á einstakri náttúrufegurð landsins sem við eigum öll saman. Lands sem við deilum og berum ábyrgð á gagnvart okkur sjálfum, umheiminum og komandi kynslóðum. Af þeim sökum skyldi maður ætla að þetta land væri metið að verðleikum og umgengni okkar væri í samræmi við hversu viðkvæmt og verndarþurfi það er. Það virðist þó ekki vera tilfellið, því miður. Eitt athyglisverðasta dæmið er áform um byggingu á stóru hóteli við bakka Mývatns sem einhvers konar viðbyggingu við hið gamalgróna Hótel Reykjahlíð. Ljóst er að viðbyggingin mun rísa innan þeirra 200 metra marka sem eru sett til verndunar vatnsins og því í raun illskiljanlegt að áformin skuli hafa náð þetta langt. Það er bannað að byggja innan þessara marka og því hefði málið aldrei átt að komast á dagskrá. Það er hins vegar gleðiefni að meirihluti íbúa í Skútustaðahreppi hafi nú með virkum hætti lagst gegn þessum áformum með undirskriftalista. Þar kemur fram að byggingin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, af henni muni hljótast spilling á útsýni til vatnsins og hún brjóti gegn þeirri reglu að hefja ekki atvinnurekstur vatnsmegin vegar. Þessi andstaða meirihluta íbúa í Skútustaðahreppi er ekki síst aðdáunarverð í ljósi þess að vissulega geta þessi áform haft áhrif á stöðu atvinnumála í hreppnum. En hér er horft til lengri tíma með hagsmuni náttúrunnar og komandi kynslóða að leiðarljósi. Það er erfitt að sjá annað en að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi sé langtum hraðari en við ráðum við. Hótelbyggingum og gistiheimilum fjölgar vissulega ört en óvíst er með afleiðingar þeirrar þenslu. Vegakerfið virðist illa ráða við þessa miklu fjölgun með meðfylgjandi slysahættu. Aðstaða og aðbúnaður ferðamanna á vinsælum heimsóknarsvæðum eru í bágu standi og þannig mætti áfram telja. Vandamálin virðast fleiri en lausnirnar. En lausnin má aldrei felast í að skerða hagsmuni náttúrunnar. Velferð hennar og verndun er stærsta hagsmunamál sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag og ef við ætlum enn og aftur að taka upp á þeim ósóma að beygja og sveigja lög og reglur eftir viðskiptahagsmunum stórra og mikilvægra atvinnurekenda þá er illa komið fyrir okkur. Illa komið fyrir íslenskri náttúru.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun