Rousey var illa farin á líkama og sál eftir bardagann og vildi taka sér frí, meðal annars til að sinna öðrum verkefnum eins og kvikmyndaleik.
Nú eru átta mánuðir síðan hún barðist og því hlýtur að styttast í endurkomuna. Nýir eigendur UFC vilja vafalítið fá hana sem fyrst í hringinn og ef eitthvað má lesa úr nýrri auglýsingu hennar fyrir Rebook er líklega stutt í að hún snúi aftur í búrið.
Ný herferð Rebook kallast Perfect Never eða aldrei fullkomin og Ronda er meira en lítið sátt með að vera ekki fullkomin.
„Fullkomnun fær aldrei alvöru tækifæri til að láta reyna á sig. Fullkomnun fær aldrei að þagga niður í gagnrýnendum sínum. Fullkomnun fær aldrei uppreisn æru. Þannig, já, það truflar mig ekkert að vera ekki fullkomin,“ segir Ronda í þessari geggjuðu auglýsingu sem má sjá í spilaranum hér að neðan.