Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2016 23:42 Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldleg sú að "manna þarf skóflurnar.“ Vísir/Loftmyndir Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23
Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11