Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 09:15 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/AFP Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira