Mazda þróar pallbíl með Isuzu Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 10:40 Mazda BT-50. Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent