Mercedes Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 11:07 Mercedes Benz GLS. Mercedes Benz færist sífellt nær því marki sínu að verða aftur söluhæsta lúxusbílamerki heims, en þeim titli tapaði Mercedes Benz til BMW árið 2005. Mercedes Benz hefur selt rétt rúmlega 1.006.000 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins, en BMW 986.557 bíla. Í þriðja sæti er svo Audi með 953.200 bíla. Vöxtur Mercedes Benz hefur verið mestur meðal þessara þriggja merkja, en hann nam 12% á fyrri helmingi ársins, en var 5,8% hjá BMW og 5,6% hjá Audi. Forsvarsmenn allra þessara bílamerkja vilja vera það söluhæsta á meðal lúxusbíla, en líklegt má þó telja að Mercedes Benz nái því þetta árið, hvað sem síðar verður. Í júní náði Mercedes Benz 11% söluaukningu frá fyrra ári, BMW 9,7% aukningu og Audi 7,4%. Í þessum síðasta mánuði seldi BMW örlitlu meira en Mercedes Benz, eða 189.097 bíla á móti 188.444 bílum Benz. Audi seldi 169.000 bíla og á því töluvert í land í samaburði við hin tvö merkin. BMW hefur gengið mjög vel að selja i3 rafmagnsbíl sinn og með tilkomu endurbættrar útgáfu hans fékk fyrirtækið 5.000 nýjar pantanir í hann. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mercedes Benz færist sífellt nær því marki sínu að verða aftur söluhæsta lúxusbílamerki heims, en þeim titli tapaði Mercedes Benz til BMW árið 2005. Mercedes Benz hefur selt rétt rúmlega 1.006.000 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins, en BMW 986.557 bíla. Í þriðja sæti er svo Audi með 953.200 bíla. Vöxtur Mercedes Benz hefur verið mestur meðal þessara þriggja merkja, en hann nam 12% á fyrri helmingi ársins, en var 5,8% hjá BMW og 5,6% hjá Audi. Forsvarsmenn allra þessara bílamerkja vilja vera það söluhæsta á meðal lúxusbíla, en líklegt má þó telja að Mercedes Benz nái því þetta árið, hvað sem síðar verður. Í júní náði Mercedes Benz 11% söluaukningu frá fyrra ári, BMW 9,7% aukningu og Audi 7,4%. Í þessum síðasta mánuði seldi BMW örlitlu meira en Mercedes Benz, eða 189.097 bíla á móti 188.444 bílum Benz. Audi seldi 169.000 bíla og á því töluvert í land í samaburði við hin tvö merkin. BMW hefur gengið mjög vel að selja i3 rafmagnsbíl sinn og með tilkomu endurbættrar útgáfu hans fékk fyrirtækið 5.000 nýjar pantanir í hann.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira