Þróttur veðjar á þriðja Danann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2016 17:11 Sørensen og Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, handsala samninginn. mynd/þróttur Þróttur hefur samið við danska miðjumanninn Christian Nikolaj Sørensen um að leika með liðinu út tímabilið. Sørensen, sem verður 24 ára í næsta mánuði, kemur til Þróttar frá danska 1. deildarliðinu Silkeborg. Hann hefur einnig leikið með Verninge, Sanderum, Næsby og OB á ferlinum. Sørensen var til reynslu hjá Þrótti í viku og félagið ákvað í kjölfarið að semja við hann. Hjá Þrótti hittir hann fyrir tvo Dani, Sebastian Steve Cann-Svärd og Kristian Larsen, en hvorugur þeirra hefur staðið undir væntingum í sumar. Þróttur tilkynnti félagaskiptin Sørensen á Instagram en þar kemur fram að félagið muni eflaust bæta fleiri leikmönnum við sig í félagaskiptaglugganum sem opnar á morgun. Þróttur er í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir 10 umferðir. Þróttarar mæta Víkingum í Víkinni í næsta leik sínum á mánudaginn. Þróttur hefur undirritað samning út tímabilið við danska miðjumanninn Christian Nikolaj Sørensen, sem kemur til liðsins frá danska 1. deildar liðinu Silkeborg IF. Christian á að baki leiki með U19 og U21 landsliðum Danmerkur. Christian er 23 ára gamall og hefur verið atvinnumaður frá sautján ára aldri. Hann hóf ferilinn hjá Verninge, en hefur einnig spilað hjá Sanderum, Næsby BK og Odense Boldklub. Christian er jafnvígur vinstra megin á miðjunni og sem vinstri vængmaður. ÆTLA AÐ STYRKJA LIÐIÐ ENN FREKAR 'Christian hefur nú þegar lokið vikulöngum reynslutíma hjá okkur og stóð sig afskaplega vel. Hann var meðal annars besti maður vallarins í æfingaleik við topplið í Pepsi um daginn, sem endaði með jafntefli. Christian er sterkur, fljótur og sókndjarfur leikmaður með frábærar sendingar, sem ég tel að muni gagnast okkur vel. Ég vil ekki gefa upp hvort við bætum fleiri mönnum við hópinn, en tel það þó líklegt. Get til dæmis staðfest að við erum bæði að skoða varnarmenn og framherja,“ segir Gregg Ryder þjálfari Þróttar. LÍST VEL Á HJARTAÐ Í REYKJAVÍK 'Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum hjá Þrótti. Þetta er félag með langa sögu, mikinn baráttuanda og kallar heimavöll sinn hjartað í Reykjavík. Mér líst vel á þetta allt saman, er hungraður í að spila, ná árangri og sigra. Hjá Þrótti hitti ég fyrir tvo Dani, Kristian Larsen og Sebastian Steve Cann-Svärd, auk þess sem ég þekki fleiri Dani sem spila hér á landi og eru mjög ánægðir. Þannig að það gerir lífið ennþá auðveldara. Þetta á eftir að verða magnað sumar, sérstaklega ef liðið og stuðningsmenn snúa bökum saman,“ segir Christian Nikolaj Sørensen. #lifi #kottarar #hjartaðíreykjavik #fotboltinet A photo posted by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on Jul 14, 2016 at 9:58am PDT Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Þróttur hefur samið við danska miðjumanninn Christian Nikolaj Sørensen um að leika með liðinu út tímabilið. Sørensen, sem verður 24 ára í næsta mánuði, kemur til Þróttar frá danska 1. deildarliðinu Silkeborg. Hann hefur einnig leikið með Verninge, Sanderum, Næsby og OB á ferlinum. Sørensen var til reynslu hjá Þrótti í viku og félagið ákvað í kjölfarið að semja við hann. Hjá Þrótti hittir hann fyrir tvo Dani, Sebastian Steve Cann-Svärd og Kristian Larsen, en hvorugur þeirra hefur staðið undir væntingum í sumar. Þróttur tilkynnti félagaskiptin Sørensen á Instagram en þar kemur fram að félagið muni eflaust bæta fleiri leikmönnum við sig í félagaskiptaglugganum sem opnar á morgun. Þróttur er í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir 10 umferðir. Þróttarar mæta Víkingum í Víkinni í næsta leik sínum á mánudaginn. Þróttur hefur undirritað samning út tímabilið við danska miðjumanninn Christian Nikolaj Sørensen, sem kemur til liðsins frá danska 1. deildar liðinu Silkeborg IF. Christian á að baki leiki með U19 og U21 landsliðum Danmerkur. Christian er 23 ára gamall og hefur verið atvinnumaður frá sautján ára aldri. Hann hóf ferilinn hjá Verninge, en hefur einnig spilað hjá Sanderum, Næsby BK og Odense Boldklub. Christian er jafnvígur vinstra megin á miðjunni og sem vinstri vængmaður. ÆTLA AÐ STYRKJA LIÐIÐ ENN FREKAR 'Christian hefur nú þegar lokið vikulöngum reynslutíma hjá okkur og stóð sig afskaplega vel. Hann var meðal annars besti maður vallarins í æfingaleik við topplið í Pepsi um daginn, sem endaði með jafntefli. Christian er sterkur, fljótur og sókndjarfur leikmaður með frábærar sendingar, sem ég tel að muni gagnast okkur vel. Ég vil ekki gefa upp hvort við bætum fleiri mönnum við hópinn, en tel það þó líklegt. Get til dæmis staðfest að við erum bæði að skoða varnarmenn og framherja,“ segir Gregg Ryder þjálfari Þróttar. LÍST VEL Á HJARTAÐ Í REYKJAVÍK 'Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum hjá Þrótti. Þetta er félag með langa sögu, mikinn baráttuanda og kallar heimavöll sinn hjartað í Reykjavík. Mér líst vel á þetta allt saman, er hungraður í að spila, ná árangri og sigra. Hjá Þrótti hitti ég fyrir tvo Dani, Kristian Larsen og Sebastian Steve Cann-Svärd, auk þess sem ég þekki fleiri Dani sem spila hér á landi og eru mjög ánægðir. Þannig að það gerir lífið ennþá auðveldara. Þetta á eftir að verða magnað sumar, sérstaklega ef liðið og stuðningsmenn snúa bökum saman,“ segir Christian Nikolaj Sørensen. #lifi #kottarar #hjartaðíreykjavik #fotboltinet A photo posted by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on Jul 14, 2016 at 9:58am PDT
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira