Stenson í stuði en Spieth í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:30 Henrik Stenson reynir að pútta í rigningunni í Skotlandi. vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15
Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41
Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52
Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30