Ásmundur: Ingólfur fer frjálslega með staðreyndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2016 18:13 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira