Landsliðsþjálfarinn kíkti á tennur fyrirliðans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2016 18:50 Davíð Þór Viðarsson í leik með FH. vísir/vilhelm „Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30