Hársbreidd frá holu í höggi en endaði í sandgryfju | Myndband Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júlí 2016 10:00 Finau slær hér á Opna breska í gær. Vísir/Getty Það var sannkallaður tilfinningarússibani hjá bandaríska kylfingnum Tony Finau að fylgjast með upphafshöggi hans á áttundu braut á Opna breska meistaramótinu í gær. Finau sem er aðeins 26 ára gamall er á fyrsta tímabili sínu á PGA-mótaröðinni en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur þátt í þessu sögufræga golfmóti. Finau deilir sjötta sæti á þremur höggum undir pari með þremur öðrum kylfingum fyrir lokadaginn en hann hefði með smá heppni verið ásamt Billy Haas í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Finau átti nánast fullkomið upphafshögg á áttundu braut, stuttri par 3 holu en bakspuninn á boltanum reyndist of mikill og fór boltinn framhjá holunni og ofan í næstu sandgryfju. Finau fór á skolla á brautinni þess í stað en myndband af upphafshögginu má sjá hér fyrir neðan. Golf Tengdar fréttir Stenson leiðir óvænt fyrir lokahringinn Sænski kylfingurinn Henrik Stenson leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann gæti orðið fyrsti sænski kylfingurinn sem sigrar þetta sögufræga golfmót. 16. júlí 2016 18:45 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það var sannkallaður tilfinningarússibani hjá bandaríska kylfingnum Tony Finau að fylgjast með upphafshöggi hans á áttundu braut á Opna breska meistaramótinu í gær. Finau sem er aðeins 26 ára gamall er á fyrsta tímabili sínu á PGA-mótaröðinni en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur þátt í þessu sögufræga golfmóti. Finau deilir sjötta sæti á þremur höggum undir pari með þremur öðrum kylfingum fyrir lokadaginn en hann hefði með smá heppni verið ásamt Billy Haas í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Finau átti nánast fullkomið upphafshögg á áttundu braut, stuttri par 3 holu en bakspuninn á boltanum reyndist of mikill og fór boltinn framhjá holunni og ofan í næstu sandgryfju. Finau fór á skolla á brautinni þess í stað en myndband af upphafshögginu má sjá hér fyrir neðan.
Golf Tengdar fréttir Stenson leiðir óvænt fyrir lokahringinn Sænski kylfingurinn Henrik Stenson leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann gæti orðið fyrsti sænski kylfingurinn sem sigrar þetta sögufræga golfmót. 16. júlí 2016 18:45 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Stenson leiðir óvænt fyrir lokahringinn Sænski kylfingurinn Henrik Stenson leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann gæti orðið fyrsti sænski kylfingurinn sem sigrar þetta sögufræga golfmót. 16. júlí 2016 18:45