Ronaldo verðlaunar sig með Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:02 "Dýrið er mætt", segir Ronaldo í Instagram færslu sinni. Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent