Sex ára drengur steig í holu í Hveragerði og brenndist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2016 11:09 Drengurinn steig í holu með heitu vatni og hlaut annars stigs bruna. vísir/vilhelm Sex ára rússnenskur drengur brenndist annars stigs bruna á fæti þegar hann steig í holu með heitu vatni við íbúðarhús í Hveragerði í gærmorgun. Fóturinn var kældur meðan beðið var eftir sjúkrabifreið sem flutti drenginn á slysadeild Landspítala. Útkallið var á meðal fjölmargra sem lögreglumenn af Suðurlandi sinnti í liðinni viku. Í almennu umferðareftirliti við Hvolsvöll á laugardag var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður. Ástæða þótti til að kanna hvort farþegi væri með fíkniefni. Hann heimilaði leit á sér og í vasa hans fannst lítið súkkulaðiegg sem innihélt hvítt duft sem grunur lék á að hafi verið fíkniefni. Efnið var haldlagt og verður sent í rannsókn. Maðurinn var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Aðfaranótt sunnudags voru þrír menn í bifreið handteknir á Suðurlandsvegi við Landvegamót. Ökumaður var grunaður um að vera undir áhrifum fikniefna auk þess var grunur um að fíkniefni væru í bifreiðnni. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á Selfossi og þeir síðar yfirheyrðir. Í bifreiðinni fundust um 20 grömm af kókaíni og nokkrar óþekktar töflur. Ökumaður sagði rangt til nafns og allir neituðu að eiga efnin en voru meðvitaðir um hvaða efni væri um að ræða. Þremenningarnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum.Nóg að gera á hálendinu Þá voru lögreglumenn í hálendiseftirliti kallaðir til vegna franskrar konu sem fótbrotnaði á göngu í úfnu hrauni um tvo kílómetra sunnan við Landmannalaugar. Ékki þótti ráðlegt að bera konuna og því var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna og flytja hana á slysadeild Landspítalans. Um svipað leyti var óskað aðstoðar vegna hlaupakonu í Laugavegshlaupinu sem datt og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitarfólk á hálendisvaktinni fluttu konuna á heilsugæsluna á Selfossi. Á laugardag barst hálendiseftirliti lögreglu tilkynning um fjórhjól sem féll ofan í gil við Álftavatn á Fjallabaki syðra. Hálendisvakt Landsbjargar var skammt frá og fór á staðinn til að huga að ástandi þeirra sem voru á fjórhjólinu. Í ljós kom að enginn slasaðist en fjórhjólið skemmtist eitthvað. Þá stöðvuðu lögreglumenn ökumann ferðaþjónustufyrirtækis á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll á laugardagskvöld til að skoða búnað bifreiðarinnar. Bifreiðin dró kerru sem var ljóslaus og á nagladekkjum. Stöðuljós bifreiðarinnar voru í ólagi og ástand ökurita aðfinnsluvert. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Sex ára rússnenskur drengur brenndist annars stigs bruna á fæti þegar hann steig í holu með heitu vatni við íbúðarhús í Hveragerði í gærmorgun. Fóturinn var kældur meðan beðið var eftir sjúkrabifreið sem flutti drenginn á slysadeild Landspítala. Útkallið var á meðal fjölmargra sem lögreglumenn af Suðurlandi sinnti í liðinni viku. Í almennu umferðareftirliti við Hvolsvöll á laugardag var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður. Ástæða þótti til að kanna hvort farþegi væri með fíkniefni. Hann heimilaði leit á sér og í vasa hans fannst lítið súkkulaðiegg sem innihélt hvítt duft sem grunur lék á að hafi verið fíkniefni. Efnið var haldlagt og verður sent í rannsókn. Maðurinn var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Aðfaranótt sunnudags voru þrír menn í bifreið handteknir á Suðurlandsvegi við Landvegamót. Ökumaður var grunaður um að vera undir áhrifum fikniefna auk þess var grunur um að fíkniefni væru í bifreiðnni. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á Selfossi og þeir síðar yfirheyrðir. Í bifreiðinni fundust um 20 grömm af kókaíni og nokkrar óþekktar töflur. Ökumaður sagði rangt til nafns og allir neituðu að eiga efnin en voru meðvitaðir um hvaða efni væri um að ræða. Þremenningarnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum.Nóg að gera á hálendinu Þá voru lögreglumenn í hálendiseftirliti kallaðir til vegna franskrar konu sem fótbrotnaði á göngu í úfnu hrauni um tvo kílómetra sunnan við Landmannalaugar. Ékki þótti ráðlegt að bera konuna og því var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna og flytja hana á slysadeild Landspítalans. Um svipað leyti var óskað aðstoðar vegna hlaupakonu í Laugavegshlaupinu sem datt og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitarfólk á hálendisvaktinni fluttu konuna á heilsugæsluna á Selfossi. Á laugardag barst hálendiseftirliti lögreglu tilkynning um fjórhjól sem féll ofan í gil við Álftavatn á Fjallabaki syðra. Hálendisvakt Landsbjargar var skammt frá og fór á staðinn til að huga að ástandi þeirra sem voru á fjórhjólinu. Í ljós kom að enginn slasaðist en fjórhjólið skemmtist eitthvað. Þá stöðvuðu lögreglumenn ökumann ferðaþjónustufyrirtækis á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll á laugardagskvöld til að skoða búnað bifreiðarinnar. Bifreiðin dró kerru sem var ljóslaus og á nagladekkjum. Stöðuljós bifreiðarinnar voru í ólagi og ástand ökurita aðfinnsluvert.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira