KSÍ má ekki blása of mikið út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 06:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í heiðursstúkunni á Stade de France á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast