KSÍ má ekki blása of mikið út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 06:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í heiðursstúkunni á Stade de France á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00