Team Sleipnir frá HR í keppni á Silverstone Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 10:02 Keppnisbíll nemendanna úr HR. Lið Háskólans í Reykjavík, Team Sleipnir, er nú mætt á Silverstone í Englandi til að taka þátt í Formula Student keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá HR tekur þátt í keppninni, en 14 strákar og stelpur úr verkfræði og tæknifræði eru mætt á svæðið með kappakstursbíl. Keppnisbíllin gengur fyrir lífeldsneyti og mun keppa í flokki E85, bíla sem nota eldsneyti sem er 15% bensín og 85% etanól(alkóhól). Hann er að öllu leyti hannaður og að lang stærstum hluta smíðaður af nemendum með tækjabúnaði skólans. Undirbúningur hófst vorið 2015 en stærsti hluti hönnunar og smíði fór fram á vorönn 2016. Vélin í bílnum er fengin úr Polaris Outlaw fjórhjóli en hefur verið breytt með því að setja í hana forþjöppu og beina innspýtingu. Vélartölvan var hönnuð og forrituð frá grunni af nemendum og er byggð á ódýrri Arduino stýritölvu, en hjá flestum Formula Student liðum er vélatölvan dýrasti einstaki hlutur bílsins. Markmið hópsins fyrir keppnina var að hanna og smíða einfaldan, ódýran og öruggan bíl sem kæmist í gegnum öryggisskoðun og gæti tekið þátt í aksturshluta keppninnar. Það er metnaðarfult markmið í fyrsta sinn sem liðið tekur þátt, en fæst lið ná að fara með aksturhæfan bíl í fyrsta sinn. Næstu ár verður byggt á reynslunni og sá bíll sem er fyrir hendi nýttur sem grunnur fyrir áframhaldandi þróun. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Lið Háskólans í Reykjavík, Team Sleipnir, er nú mætt á Silverstone í Englandi til að taka þátt í Formula Student keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá HR tekur þátt í keppninni, en 14 strákar og stelpur úr verkfræði og tæknifræði eru mætt á svæðið með kappakstursbíl. Keppnisbíllin gengur fyrir lífeldsneyti og mun keppa í flokki E85, bíla sem nota eldsneyti sem er 15% bensín og 85% etanól(alkóhól). Hann er að öllu leyti hannaður og að lang stærstum hluta smíðaður af nemendum með tækjabúnaði skólans. Undirbúningur hófst vorið 2015 en stærsti hluti hönnunar og smíði fór fram á vorönn 2016. Vélin í bílnum er fengin úr Polaris Outlaw fjórhjóli en hefur verið breytt með því að setja í hana forþjöppu og beina innspýtingu. Vélartölvan var hönnuð og forrituð frá grunni af nemendum og er byggð á ódýrri Arduino stýritölvu, en hjá flestum Formula Student liðum er vélatölvan dýrasti einstaki hlutur bílsins. Markmið hópsins fyrir keppnina var að hanna og smíða einfaldan, ódýran og öruggan bíl sem kæmist í gegnum öryggisskoðun og gæti tekið þátt í aksturshluta keppninnar. Það er metnaðarfult markmið í fyrsta sinn sem liðið tekur þátt, en fæst lið ná að fara með aksturhæfan bíl í fyrsta sinn. Næstu ár verður byggt á reynslunni og sá bíll sem er fyrir hendi nýttur sem grunnur fyrir áframhaldandi þróun.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent