Um helgina var ökumaður stöðvaður þar sem hann hafði ekið gegn einstefnu. Hann var á rúntinum með kærustu sinni og voru þau að veiða Pokémona í leiknum Pokémon Go, sem er öllu að tröllríða um þessar mundir.
„Nú er sumar og mikið af börnum og fólki á götum og gangstéttum og vitandi það að ökumenn eru farnir á Pokemon veiðar á bílunum sínum er galið. Allir vita hættuna sem getur skapast við það að vera í símanum og aka bifreið á sama tíma og er ekkert það mikilvægt að það megi ekki bíða í nokkrar mínútur.“
Lögreglan segir að sé Pokémon það mikilvægt að það megi ekki bíða í nokkrar mínútur sé hægt að fara út í kant eða ganga.
„Svo skilst okkur að þetta Pokemon æði sé hin besta hreyfing og viljum við hvetja fólk til að fara út og ganga um bæinn í leit af þessum verum.“