Tiger Woods spilar ekki golf á árinu 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 20:26 Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira