Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:34 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira