Trúum á frið Magnús Guðmundsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Það fylgja því ákveðin forréttindi að tilheyra smáþjóð í Norður-Atlantshafi. Að vera Íslendingur felur í sér rétt barna til menntunar, skoðana- og málfrelsi, frambærilega heilsugæslu, aðgang að hreinu vatni, viðunandi húsnæði og margt fleira mætti til taka. Fátt er þó í senn jafn vanmetið og mikilsvert og sú staðreynd að íslenskur her hefur blessunarlega aldrei orðið að veruleika. Víða um veröld og jafnvel í nágrannalöndum okkar hafa býr fólk við brölt hernaðarsinna sem fyrr eða síðar endar með sóun mannslífa bæði úr röðum viðkomandi herafla sem og almennra borgara. Ísland hefur þó illu heilli tekið þátt í slíku brölti með yfirlýsingum og undirlægjuhætti við þá sem telja heiminum betur borgið framan við byssukjafta svo lengi sem sá sem tekur í gikkinn tilheyri viðunandi þjóðerni, trúarbrögðum eða skoðunum. Þó svo að baki liggi alla jafna græðgi umfram gæsku og valdafíkn fremur en vinarþel er hernaðarsinnum ætíð tamt að ala á ótta við allt sem er annað en það sem við þekkjum í okkar daglega lífi. Það er því dapurleg staðreynd að Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hafi nú undirritað viljayfirlýsingu um aukið hernaðarbrölt á Íslandi. Forsendan er auðvitað breytingar. Að breytt umhverfi á svæðinu kalli á meira hernaðarbrölt í nafni öryggis. Hernaður er reyndar ekki líklegur til þess að stuðla að öryggi borgararanna, það þekkja íbúar stríðshrjáðra landa um allan heim, en það má engu að síður gefa sér þá forsendu að utanríkisráðherra telji sig vera að stuðla að auknu öryggi þjóðarinnar með auknum umsvifum Bandaríkjahers á Íslandi. En þessi ákvörðun er risavaxin og hún varðar okkur öll sem þjóð. Slík ákvörðun ætti því alltaf að koma í framhaldi af opinni umræðu bæði kjörinna fulltrúa, sem Lilja er reyndar ekki, sem og auðvitað þjóðarinnar sem á að fá að hafa sitt að segja í þessum efnum í opinni og almennri umræðu um málið. Að geyma það fram á síðasta starfsdag utanríkismálanefndar að tilkynna um fyrirhugaða undirritun boðar ekki gott í vinnubrögðum utanríkisráðherra og í framhaldinu hlýtur nefndin að fara fram á vandaðri stjórnsýslu í framtíðinni. Hernaður er hluti af daglegum veruleika stórþjóða á borð við Bandaríkin en það þýðir ekki að hann þurfi að vera hluti af veruleika íslensku þjóðarinnar með nokkrum hætti. Langt frá því. Íslendingar hafa alla möguleika á að hafna hernaði og að leggja sitt af mörkum til friðar og farsældar í heiminum með opinni umræðu og hvatningu til almennrar afvopnunar. Slík afstaða og framkvæmd hugmynda um frið og farsæld kallar vissulega á hugrekki stjórnmálamanna til þess að láta ekki stjórnast af óttapólitík og meðvirkni með hugmyndum stórþjóða um heiminn. En uppskeran yrði líka margfalt meiri fyrir litla þjóð sem þorir að láta að sér kveða og vera þjóð á meðal þjóða. Þjóð sem trúir á frið og velsæld í stríðshrjáðri veröld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það fylgja því ákveðin forréttindi að tilheyra smáþjóð í Norður-Atlantshafi. Að vera Íslendingur felur í sér rétt barna til menntunar, skoðana- og málfrelsi, frambærilega heilsugæslu, aðgang að hreinu vatni, viðunandi húsnæði og margt fleira mætti til taka. Fátt er þó í senn jafn vanmetið og mikilsvert og sú staðreynd að íslenskur her hefur blessunarlega aldrei orðið að veruleika. Víða um veröld og jafnvel í nágrannalöndum okkar hafa býr fólk við brölt hernaðarsinna sem fyrr eða síðar endar með sóun mannslífa bæði úr röðum viðkomandi herafla sem og almennra borgara. Ísland hefur þó illu heilli tekið þátt í slíku brölti með yfirlýsingum og undirlægjuhætti við þá sem telja heiminum betur borgið framan við byssukjafta svo lengi sem sá sem tekur í gikkinn tilheyri viðunandi þjóðerni, trúarbrögðum eða skoðunum. Þó svo að baki liggi alla jafna græðgi umfram gæsku og valdafíkn fremur en vinarþel er hernaðarsinnum ætíð tamt að ala á ótta við allt sem er annað en það sem við þekkjum í okkar daglega lífi. Það er því dapurleg staðreynd að Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hafi nú undirritað viljayfirlýsingu um aukið hernaðarbrölt á Íslandi. Forsendan er auðvitað breytingar. Að breytt umhverfi á svæðinu kalli á meira hernaðarbrölt í nafni öryggis. Hernaður er reyndar ekki líklegur til þess að stuðla að öryggi borgararanna, það þekkja íbúar stríðshrjáðra landa um allan heim, en það má engu að síður gefa sér þá forsendu að utanríkisráðherra telji sig vera að stuðla að auknu öryggi þjóðarinnar með auknum umsvifum Bandaríkjahers á Íslandi. En þessi ákvörðun er risavaxin og hún varðar okkur öll sem þjóð. Slík ákvörðun ætti því alltaf að koma í framhaldi af opinni umræðu bæði kjörinna fulltrúa, sem Lilja er reyndar ekki, sem og auðvitað þjóðarinnar sem á að fá að hafa sitt að segja í þessum efnum í opinni og almennri umræðu um málið. Að geyma það fram á síðasta starfsdag utanríkismálanefndar að tilkynna um fyrirhugaða undirritun boðar ekki gott í vinnubrögðum utanríkisráðherra og í framhaldinu hlýtur nefndin að fara fram á vandaðri stjórnsýslu í framtíðinni. Hernaður er hluti af daglegum veruleika stórþjóða á borð við Bandaríkin en það þýðir ekki að hann þurfi að vera hluti af veruleika íslensku þjóðarinnar með nokkrum hætti. Langt frá því. Íslendingar hafa alla möguleika á að hafna hernaði og að leggja sitt af mörkum til friðar og farsældar í heiminum með opinni umræðu og hvatningu til almennrar afvopnunar. Slík afstaða og framkvæmd hugmynda um frið og farsæld kallar vissulega á hugrekki stjórnmálamanna til þess að láta ekki stjórnast af óttapólitík og meðvirkni með hugmyndum stórþjóða um heiminn. En uppskeran yrði líka margfalt meiri fyrir litla þjóð sem þorir að láta að sér kveða og vera þjóð á meðal þjóða. Þjóð sem trúir á frið og velsæld í stríðshrjáðri veröld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun