Náði 400 km hraða á mótorhjóli Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 13:00 Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent
Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent