Krísuviðræður Chris Evans um áframhald í Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 13:48 Chris Evans í stólnum sem hann gæti þurft að yfirgefa. Nýr yfirmaður gamanþáttadeildar BBC, Kate Phillips og hinn nýi aðalþáttastjórnandi Top Gear þáttanna, Chris Evans, munu setjast niður í enda þessa mánaðar og ræða hvort áframhald verði á þáttastjórnun hans. Chris Evans er á stuttum tíma búinn að gera allt vitlaust innan raða þeirra sem að þáttunum koma og stjörnustælar hans og frekja hafa gert það að verkum að fáir geta hugsað sér að starfa áfram með honum að frekari þáttagerð. Talið er að Kate Phillips muni að minnsta kosti setja Chris Evans reglur varðandi framgöngu hans og stjórnsemi, eða jafnvel tilkynna honum að krafta hans verði ekki lengur óskað. Víst er að völd hans verða minnkuð við val á efnistökum og vinnu við tökur. Alls ekki er víst að Chris Evans sætti sig við minnkuð völd yfir þáttunum og að hann kasti inn hvíta handklæðinu sjálfur. Heyrst hefur að ef Chris Evans verði rekinn muni Matt LeBlanc taka við sem aðalþáttastjórnandi.Uppfært kl. 14:22. Sky News greinir frá því að Chris Evans hafi sagt sig frá stjórnun Top Gear þáttanna. Að eigin sögn hafi hann reynt sitt best, en stundum sé það ekki nóg. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nýr yfirmaður gamanþáttadeildar BBC, Kate Phillips og hinn nýi aðalþáttastjórnandi Top Gear þáttanna, Chris Evans, munu setjast niður í enda þessa mánaðar og ræða hvort áframhald verði á þáttastjórnun hans. Chris Evans er á stuttum tíma búinn að gera allt vitlaust innan raða þeirra sem að þáttunum koma og stjörnustælar hans og frekja hafa gert það að verkum að fáir geta hugsað sér að starfa áfram með honum að frekari þáttagerð. Talið er að Kate Phillips muni að minnsta kosti setja Chris Evans reglur varðandi framgöngu hans og stjórnsemi, eða jafnvel tilkynna honum að krafta hans verði ekki lengur óskað. Víst er að völd hans verða minnkuð við val á efnistökum og vinnu við tökur. Alls ekki er víst að Chris Evans sætti sig við minnkuð völd yfir þáttunum og að hann kasti inn hvíta handklæðinu sjálfur. Heyrst hefur að ef Chris Evans verði rekinn muni Matt LeBlanc taka við sem aðalþáttastjórnandi.Uppfært kl. 14:22. Sky News greinir frá því að Chris Evans hafi sagt sig frá stjórnun Top Gear þáttanna. Að eigin sögn hafi hann reynt sitt best, en stundum sé það ekki nóg.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira