Dacia afhendir 4 milljónasta bílinn 7. júlí 2016 11:06 Dacia Duster. Sá áfangi náðist hjá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia að afhenda bíl númer 4.000.000 í vikunni frá yfirtöku Renault á fyrirtækinu árið 1999. Sá bíll var af gerðinni Dacia Duster og hefur sá bíll einmitt selst ágætlega hér á landi. Bíllinn var afhentur í Frakklandi, en þar seljast bílar Dacia einnig vel. Það á einnig við í Bretlandi og er þar talsverð eftirspurn eftir bílgerðunum Sandero, Logan MCV og Duster. Í Bretlandi hafa alls selst 78.000 Dacia bílar síðan sala þeirra hófst í apríl árið 2013. Það þýðir að af meðaltali seljast yfir tvö þúsund Dacia bílar í hverjum mánuði í landinu og slær Dacia þar við mörgum þekktari og eldri bílamerkjum sem þar eru seld. Sala Dacia á Íslandi hefur vaxið mjög að undanförnu og seldust til að mynda 178 Dacia bílar í síðasta mánuði samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Alls hafa verið seldir 454 Dacia bílar hér á landi í ár og um að ræða mikla aukningu frá árinu í fyrra. Markaðshlutdeild Dacia í nýjum seldum bílum á Íslandi í ár er yfir 3% og má rúmenski bílaframleiðandinn mjög vel við una. Dacia hefur verið í eigu Renault frá árinu 1999. Dacia var stofnað árið 1966 og er því 50 ára í ár. Alls hefur Dacia framleitt yfir 6 milljónir bíla frá stofnun fyrirtækisins. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Sá áfangi náðist hjá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia að afhenda bíl númer 4.000.000 í vikunni frá yfirtöku Renault á fyrirtækinu árið 1999. Sá bíll var af gerðinni Dacia Duster og hefur sá bíll einmitt selst ágætlega hér á landi. Bíllinn var afhentur í Frakklandi, en þar seljast bílar Dacia einnig vel. Það á einnig við í Bretlandi og er þar talsverð eftirspurn eftir bílgerðunum Sandero, Logan MCV og Duster. Í Bretlandi hafa alls selst 78.000 Dacia bílar síðan sala þeirra hófst í apríl árið 2013. Það þýðir að af meðaltali seljast yfir tvö þúsund Dacia bílar í hverjum mánuði í landinu og slær Dacia þar við mörgum þekktari og eldri bílamerkjum sem þar eru seld. Sala Dacia á Íslandi hefur vaxið mjög að undanförnu og seldust til að mynda 178 Dacia bílar í síðasta mánuði samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Alls hafa verið seldir 454 Dacia bílar hér á landi í ár og um að ræða mikla aukningu frá árinu í fyrra. Markaðshlutdeild Dacia í nýjum seldum bílum á Íslandi í ár er yfir 3% og má rúmenski bílaframleiðandinn mjög vel við una. Dacia hefur verið í eigu Renault frá árinu 1999. Dacia var stofnað árið 1966 og er því 50 ára í ár. Alls hefur Dacia framleitt yfir 6 milljónir bíla frá stofnun fyrirtækisins.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent