Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júlí 2016 14:15 Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn. Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn.
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira