Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júlí 2016 14:15 Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn. Flóttamenn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn.
Flóttamenn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira