Sumarpest fyllir Læknavaktina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2016 18:30 Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira