David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júlí 2016 21:10 David Beckham sést hér vopnaður hatti. Eiginkona hans, Victoria, er rauðklædd fyrir framan hann. vísir/friðrik þór Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór
Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05