Hætta vegna ferðamanna á vegum Nadine Yaghi skrifar 9. júlí 2016 07:00 Mikil hætta getur skapast á vegum þegar ferðamenn stöðva til að dást að útsýni eða taka myndir. Vísir/GVA Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira