Ford selur milljónasta F-150 pallbílinn með EcoBoost vél Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2016 10:18 Ford F150 með EcoBoost vél. Árið 2010 voru allir seldir Ford F-150 pallbílar seldir með V8 vél, en í dag seljast 60% af öllum F-150 bílum með V6 EcoBoost vélum með forþjöppum. Svo mikil hefur salan verið á þessum bílum að Ford hefur afgreitt eina milljón slíkra bíla og því er fagnað hjá Ford núna. Ford kynnti F-150 með V6 EcoBoost vél í 2011 árgerðinni af F-150, þ.e. 2,7 og 3,5 lítra útgáfur og með 2017 árgerðinni mun Ford kynna nýja gerð 3,5 lítra EcoBoost vélarinnar með stop-start tækni til að minnka eyðslu hennar enn frekar. Þessi vél verður tengd við nýja 10 gíra sjálfskiptingu. Ford segir að með tilkomu EcoBoost vélanna hafi eigendur F-150 bílanna sparað 110 milljón gallon af eldsneyti, eða 416 milljón lítra og munar um minna. Það hefur sparað eigendum þeirra 255 milljón dollara, eða hátt í 32 milljarða króna. EcoBoost vélar Ford einskorðast ekki við F-150 pallbílinn, heldur flestar bílgerðir sem Ford býður nú til sölu og eru þær af margvíslegri stærð. Ford hefur nú þegar smíðað yfir 5 milljónir EcoBoost véla síðan sú fyrsta var kynnt í Ford Taurus SHO bílnum árið 2009 og var sú vél með tveimur forþjöppum. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Árið 2010 voru allir seldir Ford F-150 pallbílar seldir með V8 vél, en í dag seljast 60% af öllum F-150 bílum með V6 EcoBoost vélum með forþjöppum. Svo mikil hefur salan verið á þessum bílum að Ford hefur afgreitt eina milljón slíkra bíla og því er fagnað hjá Ford núna. Ford kynnti F-150 með V6 EcoBoost vél í 2011 árgerðinni af F-150, þ.e. 2,7 og 3,5 lítra útgáfur og með 2017 árgerðinni mun Ford kynna nýja gerð 3,5 lítra EcoBoost vélarinnar með stop-start tækni til að minnka eyðslu hennar enn frekar. Þessi vél verður tengd við nýja 10 gíra sjálfskiptingu. Ford segir að með tilkomu EcoBoost vélanna hafi eigendur F-150 bílanna sparað 110 milljón gallon af eldsneyti, eða 416 milljón lítra og munar um minna. Það hefur sparað eigendum þeirra 255 milljón dollara, eða hátt í 32 milljarða króna. EcoBoost vélar Ford einskorðast ekki við F-150 pallbílinn, heldur flestar bílgerðir sem Ford býður nú til sölu og eru þær af margvíslegri stærð. Ford hefur nú þegar smíðað yfir 5 milljónir EcoBoost véla síðan sú fyrsta var kynnt í Ford Taurus SHO bílnum árið 2009 og var sú vél með tveimur forþjöppum.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent