Íslenski boltinn

FH fer til Írlands í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn FH eru væntanlega nokkuð ánægðir með dráttinn.
Stuðningsmenn FH eru væntanlega nokkuð ánægðir með dráttinn. vísir/eyþór
Í morgun var dregið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Íslandsmeistarar FH voru að sjálfsögðu í pottinum.

FH dróst á móti írska liðinu Dundalk FC í annarri umferð forkeppninnar.

Fyrri leikirnir í þessari umferð verða spilaðir 12. og 13. júlí og seinni leikirnir viku síðar. FH mun spila fyrri leikinn ytra.

Dundalk vann írsku deildina með einu stigi eftir mikla baráttu við Cork City.

Takist FH að klára Dundalk er ljóst að liðið fær tvo mótherja til viðbótar því ef þeir myndu tapa í þriðju umferð Meistaradeildarinnar þá færi liðið í forkeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×