Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 21:00 Aron Einar Gunnarsson á gott bakland í fjallabænum Annecy þar sem landsliðið heldur til á meðan á EM-ævintýrinu í Frakklandi stendur. Fjölskylda Arons hefur dvalið í bænum á þessum sama tíma, foreldrar, systkini og frændsystkini að ógleymdri Kristbjörgu Jónasdóttur, unnustu Arons. Kristbjörg er afrekskona í fitness og hefur ekkert slakað á í sveitasælunni í Frakklandi. „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg í samtali við Vísi. Aðspurð hvort þeirra Arons sé í betra formi svarar Kristbjörg „að sjálfsögðu ég“ en hlær og dregur svo aðeins í land. „Við erum á mjög ólíkum sviðum. Ætli hann hafi ekki vinninginn.“ Þó séu greinar sem Kristbjörg sé betri í en Aron.Kapphlaup upp og niður stiga „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Kristbjörg segir þau keppa í öllu, sama hvað það er. „Það liggur við upp og niður stiga, hver er á undan. Ég veit ekki hvað þetta er,“ segir Kristbjörg og bætir við að þau séu bæði naut í stjörnumerkinu og þurfi einfaldlega alltaf að vinna.Efnilegur fjórtán mánaða dansari Óliver Breki, sonur þeirra Arons og Kristbjargar, er fjórtán mánaða. Ætli hann verði afreksmaður í fitness eða knattspyrnu? „Ég held að hann verði dansari,“ segir Kristbjörg. „Hann elskar tónlist og um leið og hún er settí gang byrjar hann að dilla sér.“ En hvaðan koma danstaktarnir? „Ekki frá mér,“ segir Kristbjörg og hlær. „Það væri frekar frá Aroni.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson á gott bakland í fjallabænum Annecy þar sem landsliðið heldur til á meðan á EM-ævintýrinu í Frakklandi stendur. Fjölskylda Arons hefur dvalið í bænum á þessum sama tíma, foreldrar, systkini og frændsystkini að ógleymdri Kristbjörgu Jónasdóttur, unnustu Arons. Kristbjörg er afrekskona í fitness og hefur ekkert slakað á í sveitasælunni í Frakklandi. „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg í samtali við Vísi. Aðspurð hvort þeirra Arons sé í betra formi svarar Kristbjörg „að sjálfsögðu ég“ en hlær og dregur svo aðeins í land. „Við erum á mjög ólíkum sviðum. Ætli hann hafi ekki vinninginn.“ Þó séu greinar sem Kristbjörg sé betri í en Aron.Kapphlaup upp og niður stiga „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Kristbjörg segir þau keppa í öllu, sama hvað það er. „Það liggur við upp og niður stiga, hver er á undan. Ég veit ekki hvað þetta er,“ segir Kristbjörg og bætir við að þau séu bæði naut í stjörnumerkinu og þurfi einfaldlega alltaf að vinna.Efnilegur fjórtán mánaða dansari Óliver Breki, sonur þeirra Arons og Kristbjargar, er fjórtán mánaða. Ætli hann verði afreksmaður í fitness eða knattspyrnu? „Ég held að hann verði dansari,“ segir Kristbjörg. „Hann elskar tónlist og um leið og hún er settí gang byrjar hann að dilla sér.“ En hvaðan koma danstaktarnir? „Ekki frá mér,“ segir Kristbjörg og hlær. „Það væri frekar frá Aroni.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira