Bara eitt prósent sjónvarpsáhorfenda sá ekki leik Íslands og Ungverjalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 17:35 Ari Freyr Skúlason í baráttunni um boltann í leik Íslands og Ungverjalands. Vísir/EPA Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira