Tivoli salan á undan áætlun Sæunn Gísladóttir skrifar 21. júní 2016 13:28 Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, rauf 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Mynd/Bílabúð Benna SsangYong verksmiðjurnar í Suður-Kóreu slógu upp stórfagnaði á dögunum. Tilefnið var að Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, hafði rofið 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Talsmaður SsangYong segir að með tilkomu Tivoli, í janúar á síðasta ári, hafi salan hjá SsangYong á heimsvísu vaxið um heil 55,9%. Bílabúð Benna, umboðsaðili SsangYong á Íslandi, frumsýndi Tivoli hérlendis í maí. Að sögn Björns Ragnarssonar framkvæmdastjóra bílasviðs, hefur Tivoli líka fallið í góðan jarðveg hjá Íslendingum. „Við erum auk þess að sjá góða söluaukningu í allri jeppalínunni frá SsangYong, Rexton, Korando og Tivoli. Tivoli sportjeppinn er frábær valkostur í fjórhjóladrifsbílum og hann er líka fáanlegur sjálfskiptur. Nýstárlegt útlit Tivoli hefur hrifið fólk, ásamt þægilegu aðgengi, tæknibúnaði og sparlegum eldsneytistölum og svo sakar ekki að við erum að bjóða hann á afar samkeppnishæfu verði.“ segir Björn. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
SsangYong verksmiðjurnar í Suður-Kóreu slógu upp stórfagnaði á dögunum. Tilefnið var að Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, hafði rofið 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Talsmaður SsangYong segir að með tilkomu Tivoli, í janúar á síðasta ári, hafi salan hjá SsangYong á heimsvísu vaxið um heil 55,9%. Bílabúð Benna, umboðsaðili SsangYong á Íslandi, frumsýndi Tivoli hérlendis í maí. Að sögn Björns Ragnarssonar framkvæmdastjóra bílasviðs, hefur Tivoli líka fallið í góðan jarðveg hjá Íslendingum. „Við erum auk þess að sjá góða söluaukningu í allri jeppalínunni frá SsangYong, Rexton, Korando og Tivoli. Tivoli sportjeppinn er frábær valkostur í fjórhjóladrifsbílum og hann er líka fáanlegur sjálfskiptur. Nýstárlegt útlit Tivoli hefur hrifið fólk, ásamt þægilegu aðgengi, tæknibúnaði og sparlegum eldsneytistölum og svo sakar ekki að við erum að bjóða hann á afar samkeppnishæfu verði.“ segir Björn.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent