EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 08:00 Íslenska liðið á Annecy-le-Vieux. Vísir/EPA Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00
EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00
EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00