Kalifornía hættir stuðningsgreiðslum til kaupenda rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:28 Nissan Leaf rafmagnsbíll. Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent