Það var fagnað vel og innilega á Stade de France þar sem strákarnir okkar sungu með stuðningsmönnum landsliðsins og lagið „Lífið er yndislegt“ með Landi og sonum fékk að hljóma á þjóðarleikvangi Frakka.
Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst sem fanga að einhverju leyti stemninguna hjá þjóðinni í augnablikinu.
Lífið er yndislegt spilað á þjóðarleikvangi Frakka #fotboltinet pic.twitter.com/S48IT1gV82
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 22, 2016
Ég mun skíra öll börnin mín Hannes! Hannes Dór, Hannes Dís, Hannes Vala #emisland #EMÍsland
— Ljósbrá (@ljosaloga) June 22, 2016
Fagnaðarlætin frá nágrannanum á meðan Theódór Elmar var enn að hlaupa upp kantinn hjá mér Hann er greinilega að horfa á betri stöð #EMÍsland
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) June 22, 2016
stemningin er ólýsanleg á stade de france :') #emísland
— Óli (@8lafur) June 22, 2016
Bara svona followup af fyrra tweeti! #emisland #isl pic.twitter.com/qha3BCCAx6
— Sindri Sindrason (@Sindrason) June 22, 2016
Ef ég væri kominn níu mánuði á leið, væri ég búinn að missa vatnið!
— Jóhannes Kr. Kristjá (@JohannesKrKrist) June 22, 2016