Sex mánaða íslenskur snáði sprengdi alla krúttskala á Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 13:45 Helga, Herdís og Elmar Máni á leiknum sögulega á Stade de France í gær. Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira
Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira