Kjörstaður fyrir forsetakosningarnar opnaður í Annecy Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2016 16:43 Jón Daði Böðvarsson og Eiður Smári Guðjohnsen spila snóker á hótelinu í Annecy. Ef þeir eiga eftir að kjósa geta þeir gert það í fjallabænum fallega á morgun. vísir/vilhelm Opnaður verður kjörstaður í Annecy í kvöld þar sem strákarnir okkar dvelja á meðan keppni á EM fer fram. Það er gert til þess að þeir landsliðsmenn sem eigi eftir að kjósa í forsetakosningunum sem fram fara á laugardag geti gert það en auk þeirra dvelja margir fjölmiðlamenn í Annecy auk einhverra vina og fjölskyldna strákanna okkar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er hægt að kjósa víða í Frakklandi en mikilvægt er að hafa í huga að fólk þarf sjálft að sjá um að koma atkvæðinu sínu á kjörstað í réttu kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á laugardaginn. Það þarf því að finna einhvern sem er á leiðinni heim til Íslands á morgun eða laugardag sem getur tekið atkvæðið fyrir mann og komið því á réttan stað. Þannig hafa stuðningsmenn Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda tekið sig saman um að aðstoða stuðningsfólk landsliðsins við að koma utankjörstaðaratkvæðunum til Íslands og á réttan stað. Þeir hvetja Íslendinga í Frakklandi til að kjósa í sendiráðinu í París eða í Annecy og koma svo umslaginu til stuðningsmanns á heimleið. Stuðningsfólk Höllu mun svo koma þeim umslögunum sem berast á rétta kjörstaði. Í samtali við Vísi segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að það hafi verið stöðugur straumur af fólki í sendiráðinu í París í dag sem kom til að kjósa en hér á heimasíðu utanríkisráðuneytisins má nálgast upplýsingar um alla kjörstaði í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Kosningaþátttakan það sem er mest spennandi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir forskot Guðna Th. draga úr spennu fyrir komandi forsetakosningnar. 23. júní 2016 15:30 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Opnaður verður kjörstaður í Annecy í kvöld þar sem strákarnir okkar dvelja á meðan keppni á EM fer fram. Það er gert til þess að þeir landsliðsmenn sem eigi eftir að kjósa í forsetakosningunum sem fram fara á laugardag geti gert það en auk þeirra dvelja margir fjölmiðlamenn í Annecy auk einhverra vina og fjölskyldna strákanna okkar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er hægt að kjósa víða í Frakklandi en mikilvægt er að hafa í huga að fólk þarf sjálft að sjá um að koma atkvæðinu sínu á kjörstað í réttu kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á laugardaginn. Það þarf því að finna einhvern sem er á leiðinni heim til Íslands á morgun eða laugardag sem getur tekið atkvæðið fyrir mann og komið því á réttan stað. Þannig hafa stuðningsmenn Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda tekið sig saman um að aðstoða stuðningsfólk landsliðsins við að koma utankjörstaðaratkvæðunum til Íslands og á réttan stað. Þeir hvetja Íslendinga í Frakklandi til að kjósa í sendiráðinu í París eða í Annecy og koma svo umslaginu til stuðningsmanns á heimleið. Stuðningsfólk Höllu mun svo koma þeim umslögunum sem berast á rétta kjörstaði. Í samtali við Vísi segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að það hafi verið stöðugur straumur af fólki í sendiráðinu í París í dag sem kom til að kjósa en hér á heimasíðu utanríkisráðuneytisins má nálgast upplýsingar um alla kjörstaði í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Kosningaþátttakan það sem er mest spennandi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir forskot Guðna Th. draga úr spennu fyrir komandi forsetakosningnar. 23. júní 2016 15:30 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Kosningaþátttakan það sem er mest spennandi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir forskot Guðna Th. draga úr spennu fyrir komandi forsetakosningnar. 23. júní 2016 15:30
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00