Á Íslandi er ekki jafnrétti í raun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öldinni. Það segir sína sögu. Það er okkar að takast á við það sem er ólokið verkefni 21. aldarinnar, að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu kemur Ingibjörg meðal annars inn á stöðu jafnréttismála á Íslandi. Hún segir réttilega að okkur hafi þar vegnað vel og séð árangur. En rétt eins og við sáum í vikunni, þegar kjarakönnun Bandalags íslenskra háskólamanna var birt, þá lætur árangurinn stundum á sér standa og málin geta ávallt þróast í öfuga átt ef ekki er fylgst nægilega vel með. Samkvæmt könnun BHM var kynbundinn launamunur meðal félagsmanna bandalagsins 11,7 prósent í fyrra. Árið áður var munurinn 9,4 prósent. Okkur fer því aftur þegar kemur að jafnlaunastefnu hjá ríkinu og sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg, á sama tíma og launamunurinn minnkar hjá einkafyrirtækjum og borginni. Kynbundinn launamunur sveitarfélaganna fer úr 18 prósentum í 29 prósent milli ára og óhætt að segja að munurinn hafi rokið upp milli ára. Ingibjörg Sólrún segir tilhneigingu til að halda að málin séu komin í gott horf og ekki þurfi að hafa meira fyrir þeim. „Það þarf alltaf að vera á vaktinni. Það má aldrei láta deigan síga og verða andvaralaus. Það er kannski ákveðið andvaraleysi sem hefur verið hér í gangi,“ segir Ingibjörg. Síðastliðna helgi fögnuðum við því að 101 ár er liðið frá því að konum var veittur kosningaréttur og kjörgengi. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni síðan. Og í 55 ár hefur verið kveðið á um það í lögum að konum og körlum skuli greidd sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Fyrrgreind könnun sýnir hins vegar að raunveruleg staða er allt önnur. Enn er launamunur milli karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra með öðru en kynferði. Ríki og sveitarfélög búa yfir flestum stærstu vinnustöðum landsins. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, segir umfang vandans það mikið að um sé að ræða mannréttindabrot. Vandinn sé ekki aðeins kvenna heldur samfélagsins. Launajafnrétti er mælikvarði á jafnrétti kynjanna. Á meðan konur fá greidd lægri laun en karlar, eingöngu vegna kynferðis, er ekki hægt að segja að jafnrétti ríki í raun á Íslandi. Sama hver árangurinn hefur verið annars staðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun
UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öldinni. Það segir sína sögu. Það er okkar að takast á við það sem er ólokið verkefni 21. aldarinnar, að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu kemur Ingibjörg meðal annars inn á stöðu jafnréttismála á Íslandi. Hún segir réttilega að okkur hafi þar vegnað vel og séð árangur. En rétt eins og við sáum í vikunni, þegar kjarakönnun Bandalags íslenskra háskólamanna var birt, þá lætur árangurinn stundum á sér standa og málin geta ávallt þróast í öfuga átt ef ekki er fylgst nægilega vel með. Samkvæmt könnun BHM var kynbundinn launamunur meðal félagsmanna bandalagsins 11,7 prósent í fyrra. Árið áður var munurinn 9,4 prósent. Okkur fer því aftur þegar kemur að jafnlaunastefnu hjá ríkinu og sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg, á sama tíma og launamunurinn minnkar hjá einkafyrirtækjum og borginni. Kynbundinn launamunur sveitarfélaganna fer úr 18 prósentum í 29 prósent milli ára og óhætt að segja að munurinn hafi rokið upp milli ára. Ingibjörg Sólrún segir tilhneigingu til að halda að málin séu komin í gott horf og ekki þurfi að hafa meira fyrir þeim. „Það þarf alltaf að vera á vaktinni. Það má aldrei láta deigan síga og verða andvaralaus. Það er kannski ákveðið andvaraleysi sem hefur verið hér í gangi,“ segir Ingibjörg. Síðastliðna helgi fögnuðum við því að 101 ár er liðið frá því að konum var veittur kosningaréttur og kjörgengi. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni síðan. Og í 55 ár hefur verið kveðið á um það í lögum að konum og körlum skuli greidd sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Fyrrgreind könnun sýnir hins vegar að raunveruleg staða er allt önnur. Enn er launamunur milli karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra með öðru en kynferði. Ríki og sveitarfélög búa yfir flestum stærstu vinnustöðum landsins. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, segir umfang vandans það mikið að um sé að ræða mannréttindabrot. Vandinn sé ekki aðeins kvenna heldur samfélagsins. Launajafnrétti er mælikvarði á jafnrétti kynjanna. Á meðan konur fá greidd lægri laun en karlar, eingöngu vegna kynferðis, er ekki hægt að segja að jafnrétti ríki í raun á Íslandi. Sama hver árangurinn hefur verið annars staðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun