Varð alveg hoppandi og skoppandi glaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2016 09:30 Egill er grallaralegur þegar hann segir frá tröllunum. Enda segir í áliti fagráðsins sem valdi hann á Feneyjatvíæringinn: „Uppátækjasemi og skopskyn einkenna verk Egils.“ Vísir/Anton Brink Ég fékk fréttirnar 20. júní og varð alveg hoppandi og skoppandi glaður. Dómnefndin var búin að vera í tvær vikur að velta tillögunum fyrir sér og fara ofan í saumana á þeim. Ég var að deyja úr spenningi,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður sem verður þátttakandi á Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir Íslands hönd. „Ég hlakka mjög til,“ segir Egill. „Þetta er spes verkefni og dálítið frábrugðið því sem ég hef áður gert.“ Tuttugu og níu tillögur að framlagi til Feneyjatvíæringsins bárust Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar eftir að hún auglýsti eftir þeim, þrjár þeirra voru valdar til frekari útfærslu og tillaga Egils var valin. Hinar tvær voru frá Gjörningaklúbbnum og Margréti Blöndal myndlistarkonu. Í fréttatilkynningu um valið segir: „Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum.“ Þessi lýsing rímar algerlega við málflutning Egils þegar úrslit voru kynnt. Þar talaði hann um nokkur mögnuð tröll sem hann hafi kynnst fyrir nokkrum mánuðum sem langaði til að verða listamenn. „Svo var ég búinn að vera með þeim að föndra eitthvert dót og tröllin voru búin að breka um að vera með mér á sýningu. Ég var næstum búinn að lofa að þau fengju að vera með mér á sýningu hér í Reykjavík en þá kom upp þessi samkeppni um Feneyjatvíæringinn. Þetta er eiginlega verkið. Einhvers konar espressóbar,“ segir listamaðurinn og brosir – og enginn skilur neitt. Egill er ekki einhamur í listinni. Hann er bæði mynd-, tón- og gjörningalistamaður auk þess að vera tónskáld. Hann býr og starfar bæði í Berlín og Reykjavík. Þótt hann hafi víða sýnt og margt brallað á listamannsferli sínum segir hann þátttöku á Feneyjatvíæringnum verða tröllvaxnasta viðburðinn á listamannsferlinum hingað til.“ Enn koma sem sagt tröllin við sögu, enda segir listamaðurinn þau víða geta birst og er kominn undir grínyfirborðið þegar hann sér þau fyrir sér í líki andlitslausra stórfyrirtækja eða eineltishópa á skólalóðinni. Nú er næsta mál hjá Agli að fara út til Feneyja að skoða rýmið sem honum er ætlað þar, ásamt sýningarstjóranum Stefanie Böttcher og Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þau halda utan í lok þessa mánaðar. Menning Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég fékk fréttirnar 20. júní og varð alveg hoppandi og skoppandi glaður. Dómnefndin var búin að vera í tvær vikur að velta tillögunum fyrir sér og fara ofan í saumana á þeim. Ég var að deyja úr spenningi,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður sem verður þátttakandi á Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir Íslands hönd. „Ég hlakka mjög til,“ segir Egill. „Þetta er spes verkefni og dálítið frábrugðið því sem ég hef áður gert.“ Tuttugu og níu tillögur að framlagi til Feneyjatvíæringsins bárust Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar eftir að hún auglýsti eftir þeim, þrjár þeirra voru valdar til frekari útfærslu og tillaga Egils var valin. Hinar tvær voru frá Gjörningaklúbbnum og Margréti Blöndal myndlistarkonu. Í fréttatilkynningu um valið segir: „Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum.“ Þessi lýsing rímar algerlega við málflutning Egils þegar úrslit voru kynnt. Þar talaði hann um nokkur mögnuð tröll sem hann hafi kynnst fyrir nokkrum mánuðum sem langaði til að verða listamenn. „Svo var ég búinn að vera með þeim að föndra eitthvert dót og tröllin voru búin að breka um að vera með mér á sýningu. Ég var næstum búinn að lofa að þau fengju að vera með mér á sýningu hér í Reykjavík en þá kom upp þessi samkeppni um Feneyjatvíæringinn. Þetta er eiginlega verkið. Einhvers konar espressóbar,“ segir listamaðurinn og brosir – og enginn skilur neitt. Egill er ekki einhamur í listinni. Hann er bæði mynd-, tón- og gjörningalistamaður auk þess að vera tónskáld. Hann býr og starfar bæði í Berlín og Reykjavík. Þótt hann hafi víða sýnt og margt brallað á listamannsferli sínum segir hann þátttöku á Feneyjatvíæringnum verða tröllvaxnasta viðburðinn á listamannsferlinum hingað til.“ Enn koma sem sagt tröllin við sögu, enda segir listamaðurinn þau víða geta birst og er kominn undir grínyfirborðið þegar hann sér þau fyrir sér í líki andlitslausra stórfyrirtækja eða eineltishópa á skólalóðinni. Nú er næsta mál hjá Agli að fara út til Feneyja að skoða rýmið sem honum er ætlað þar, ásamt sýningarstjóranum Stefanie Böttcher og Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þau halda utan í lok þessa mánaðar.
Menning Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira