Myndum af nýjum Porsche Panamera lekið Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 11:07 Afar jákvæð útlitsbreyting á Panamera. Ný kynslóð Porsche Panamera verður kynnt í næstu viku en einhverjum hefur tekist að ná af honum góðum myndum og lekið þeim á netið. Hér gefur því að líta nokkrar myndir af nýja bílnum og ekki verður annað sagt en að bíllinn hafi fríkkað og í leiðinni orðinn meira í ættina við aðra bíla Porsche nú um stundir, þó svo svipurinn frá eldri gerð hans lifi enn. Afturendinn og ljósin að framan fá mikinn svip frá Porsche 718 Boxster og Cayman og hið blöðrulaga form bílsins er að mestu horfið og bíllinn allur orðinn mun rennilegri og sportlegri. Undir húddinu leynist 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum, en Panamera verður einnig í boði með 6 strokka vélum. Bíllinn mun svo áfram fást í Plug-In-Hybrid útgáfu. Porsche Panamera er að vonum enn stórglæsilegur að innan og í aftursætunum, sem hafa fram að þessu verið eins og framsætin, verður umhverfið ekki slorlegt og plássið nægt.Afturendinn erfir svipinn frá nýjum Porsche 718 Boxster og Cayman.Gullfallegt innanrými.Nýtt mælaborð. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent
Ný kynslóð Porsche Panamera verður kynnt í næstu viku en einhverjum hefur tekist að ná af honum góðum myndum og lekið þeim á netið. Hér gefur því að líta nokkrar myndir af nýja bílnum og ekki verður annað sagt en að bíllinn hafi fríkkað og í leiðinni orðinn meira í ættina við aðra bíla Porsche nú um stundir, þó svo svipurinn frá eldri gerð hans lifi enn. Afturendinn og ljósin að framan fá mikinn svip frá Porsche 718 Boxster og Cayman og hið blöðrulaga form bílsins er að mestu horfið og bíllinn allur orðinn mun rennilegri og sportlegri. Undir húddinu leynist 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum, en Panamera verður einnig í boði með 6 strokka vélum. Bíllinn mun svo áfram fást í Plug-In-Hybrid útgáfu. Porsche Panamera er að vonum enn stórglæsilegur að innan og í aftursætunum, sem hafa fram að þessu verið eins og framsætin, verður umhverfið ekki slorlegt og plássið nægt.Afturendinn erfir svipinn frá nýjum Porsche 718 Boxster og Cayman.Gullfallegt innanrými.Nýtt mælaborð.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent