KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Þórdís Valsdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar eftir sigurinn gegn Austurríki. Grafík/Birgitta Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00